Örvar Smárason er ljóðskáld, rithöfundur, tónskáld og tónlistarmaður. Hann er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar múm og hefur auk þess spilað með hljómsveitum á borð við FM Belfast og Singapore Sling. Örvar hefur gefið út nóvelunna Úfin, strokin og ljóðabókina Gamall þrjótur, nýir tímar. Árið 2022 gaf hann út sitt fyrsta smásagnasafn, Svefngrímuna, sem hann hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir. Í henni blandar Örvar fáránleika saman við hversdaginn: maður missir tá í sundi, flugmaður drekkur síðasta kaffibollann fyrir heimsendi og ungur maður stendur vaktina á endaþarmssafninu. Smásagan Sprettur úr safninu hlaut fyrstu verðlaun á Júlíönuhátíðinni.
Viðburðir með Örvari Smárasyni: