Skip to main content
19. apríl, 2023
22:30

Skáldskapur Mariönu Enriquez, eins eftirtektarverðasta rithöfundar Suður-Ameríku, er oftar en ekki dimmur og dálítið óþægilegur á köflum. Hann grípur lesendur kverkataki og sleppir því ekki fyrr en löngu eftir að lestri er lokið. Í framhaldi af skipulagðri dagskrá Bókmenntahátíðar miðvikudagskvöldið 19. apríl mun Mariana les eina af smásögum sínum á ensku undir myrkum tónum Örvars Smárasonar og teikningum Atla Sigursveinssonar, í tilraun til að endurskapa stemninguna í sögunni og magna hana upp. Einstakur bókmenntaviðburður.

Viðburðurinn fer fram á ensku og er haldinn í Sunnusal á annarri hæð í Iðnó.