Skip to main content

Dagskrá Bókmenntahátíðar 2025

Kanínuholan

La Barceloneta

23. apríl, 2025
16:00

OFF VENUE Haldið verður upp á St Jordi á La Barceloneta. Bækur, rósir, happy hour tilboð og lifandi stemning. Kanínuholan fornbókaveröld verður á svæðinu með bóksölu. Fullkominn dagur til þess…

Útgáfuhóf: Áður en hrafnarnir sækja okkur

23. apríl, 2025
16:00

OFF VENUE Forlagið og Bókmenntahátíð í Reykjavík bjóða ykkur velkomin í útgáfuhóf bókarinnar Áður en hrafnarnir sækja okkur eftir Knut Ødegård, í þýðingu Gerðar Kristnýjar. Boðið verður upp á léttar…

Setning 17. Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík

23. apríl, 2025
18:00

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra setur hátíðina og norski rithöfundurinn Knut Ødegård flytur opnunarávarp.  Tónlistarflutningur: „Fire korte sange“ – nýtt tónverk eftir tónskáldið Finn Karlsson samið við ljóð eftir…

Barsvar með Kamillu Einarsdóttur

23. apríl, 2025
20:00

OFF VENUE Kamilla Einarsdóttir heldur utan um bókmennta-barsvar fyrir gesti og gangandi með sínum einstaka hætti. Viðburðurinn fer fram á ensku. Frítt inn og öll velkomin.

Samtal: Abdulrazak Gurnah og Kuluk Helms

24. apríl, 2025
11:00

Kuluk Helms er listakona sem stendur á mörkum tveggja menningarheima. Hún á grænlenska móður og danskan föður og býr og starfar í Danmörku. Hún er gjörningalistamaður, grímudansari, ljóðskáld, leikari og…

Samtal: Claire Keegan og Dinçer Güçyeter

24. apríl, 2025
12:00

Claire Keegan er írskur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en 30 tungumál. Keegan er margverðlaunuð og var…

Samtal við Pajtim Statovci

24. apríl, 2025
13:00

Pajtim Statovci er fæddur í Kosovo og er af albönskum uppruna. Sem barn flúði hann Júgóslavíustríðið og fjölskyldan settist að í Finnlandi. Pajtim er höfundur þriggja skáldsagna sem hafa farið…

Samtal við Andev Walden

24. apríl, 2025
14:00

Andrev Walden er sænskur blaðamaður sem býr í Stokkhólmi og starfar sem dálkahöfundur hjá Dagens Nyheter, einu fremsta dagblaði landsins. Hann sló í gegn í Svíþjóð með fyrstu skáldsögu sinni,…

Samtal við Thomas Korsgaard

24. apríl, 2025
15:00

Thomas Korsgaard er danskur rithöfundur sem sló í gegn einungis 21 árs gamall með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi sem var fyrsta bók í þríleik sem er…

Þýsk-íslensk ljóðbrú

24. apríl, 2025
15:00

OFF VENUE Þýsku ljóðskáldin Wolfgang Schiffer og Dinçer Güçyeter hafa á síðustu tíu árum – meðfram eigin ritstörfum – staðið fyrir viðamikilli útgáfu á verkum íslenskra ljóðskálda í Þýskalandi, í…

Iðnó

Samtal: Andrev Walden og Guðrún Eva Mínervudóttir

24. apríl, 2025
19:30

Sænski rithöfundurinn Andrev Walden sló eftirminnilega í gegn með sjálfsævisögulegu bókinni Þessir djöfulsins karlar. Bókin fjallar um sambönd móður hans við mismunandi menn og áhrifin sem þessi sambönd höfðu á…

Iðnó

Samtal: Hervé Le Tellier og Brynja Hjálmsdóttir

24. apríl, 2025
20:30

Hervé Le Tellier er franskur rithöfundur og málvísindamaður sem hóf feril sinn sem vísindablaðamaður. Hann tilheyrir hópi rithöfunda og stærðfræðinga sem kallar sig Oulipo. Le Tellier gaf út sína fyrstu…

Iðnó

Samtal: Thomas Korsgaard og Erika Fatland

24. apríl, 2025
21:30

Thomas Korsgaard er danskur rithöfundur sem sló í gegn einungis 21 árs gamall með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi sem var fyrsta bók í þríleik sem er…

Edda - hús íslenskunnar

Útgefendaþing

25. apríl, 2025
10:00

Útgefendaþing þar sem íslenskir og erlendir útgefendur bera saman bækur sínar. Ítalski rithöfundurinn og bókmenntaskátinn Caterina Zaccaroni segir frá lífi sínu og starfi í samtali við Halldór Guðmundsson.

Bókmenntabröns

25. apríl, 2025
10:00

Ostar, kaffi og kimchi með Clémentine Mélois og Victor Pouchet. Komið og hittið tvo upprennandi franska rithöfunda, Clémentine Mélois og Victor Pouchet, í Alliance Française. Á meðan Victor Pouchet leitast…

Samtal: Annette Bjergfeldt og Einar Lövdahl

25. apríl, 2025
12:00

Annette Bjergfeldt er dönsk söngkona, lagahöfundur, píanóleikari og rithöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar og heillandi skáldsögur. Að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist og hefur verið tilnefnd…

Samtal við Eriku Fatland

25. apríl, 2025
13:00

Erika Fatland er norskur mannfræðingur sem nýtur mikilla vinsælda fyrir óskálduð verk sín. Hún hefur skrifað sjö bækur sem hafa hlotið fjölda verðlauna og verið þýddar á meira en tuttugu…

Samtal: Satu Rämö og Ragnar Jónasson

25. apríl, 2025
14:00

Finnski rithöfundurinn Satu Rämö hefur skapað sér gríðarlegar vinsældir á undanförnum árum sem glæpasagnahöfundur og hefur þýðingarrétturinn á seríu hennar um Hildi, sem gerist á Ísafirði, verið seld um heim…

Útgáfupartí: Mara kemur í heimsókn eftir Natöshu S.

25. apríl, 2025
16:00

Í tilefni af útgáfu ljóðabókarinnar Mara kemur í heimsókn eftir verðlaunaskáldið Natöshu S. verður blásið til partís í bókabúðinni Skáldu, kl. 16 föstudaginn 25. apríl. Viðburðurinn er hluti af off-venue…

Útgáfuhóf Bókmenntahátíðarheftis TMM

26. apríl, 2025
16:00

Við fögnum útgáfu Bókmenntahátíðarheftis TMM! Erlendur gestur hátíðarinnar les upp úr verki sínu og kápulistamaðurinn okkar, Unnar Örn, fremur gjörning. Léttar veigar í boði og öll velkomin!

Iðnó

Upplestur: Anne Carson

25. apríl, 2025
19:00

Anne Carson les úr ljóðabálki sínum Albertine-æfingarnar sem kemur út í íslenskri þýðingu Ragnars Helga Ólafssonar hjá Tungl forlaginu. Þýðingunni verður varpað á skjá á meðan á lestrinum stendur.

Iðnó

Samtal við Hernan Diaz

25. apríl, 2025
19:30

Hernan Diaz er margverðlaunaður metsöluhöfundur. Hann er fæddur í Argentínu en uppalinn í Svíþjóð en býr nú og starfar í Bandaríkjunum. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna Trust, sem var valin…

Iðnó

Samtal við Claire Keegan

25. apríl, 2025
20:30

Claire Keegan er írskur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en 30 tungumál. Keegan er margverðlaunuð og var…

Iðnó

Samtal við Abdulrazak Gurnah

25. apríl, 2025
21:30

Abdulrazak Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Hann er höfundur tíu skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna. Gurnah er fæddur á Zanzibar í Tansaníu en býr í…

Hinn ómissandi fótboltaleikur rithöfunda og útgefenda.

Fótboltaleikur á milli rithöfunda og bókaútgefenda

26. apríl, 2025
10:00

    Hinn ómissandi fótboltaleikur á Bókmenntahátíð í Reykjavík þar sem rithöfundar mæta bókaútgefendum í æsispennandi leik. Hér er um að ræða sannkallaðan bókmenntalandsleik. 

    Samtal við Hervé Le Tellier

    26. apríl, 2025
    11:00

    Hervé Le Tellier er franskur rithöfundur og málvísindamaður sem hóf feril sinn sem vísindablaðamaður. Hann tilheyrir hópi rithöfunda og stærðfræðinga sem kallar sig Oulipo. Le Tellier gaf út sína fyrstu…

    Samtal: Dincer Güçyeter og Knut Ødegård

    26. apríl, 2025
    12:00

    Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld og stofnandi Elif forlagsins sem sérhæfir sig í ljóðaútgáfu og er stærsti útgefandi íslenskra ljóða utan Íslands. Hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur og eina…

    Samtal: Hernan Diaz og Pajtim Statovci

    26. apríl, 2025
    13:00

    Hernan Diaz er margverðlaunaður metsöluhöfundur. Hann er fæddur í Argentínu en uppalinn í Svíþjóð en býr nú og starfar í Bandaríkjunum. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna Trust, sem var valin…

    Samtal við Annette Bjergfeldt

    26. apríl, 2025
    14:00

    Annette Bjergfeldt er dönsk söngkona, lagahöfundur, píanóleikari og rithöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar og heillandi skáldsögur. Að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist og hefur verið tilnefnd…

    Kvikmyndasýning: Jarðsetning

    26. apríl, 2025
    16:00

    OFF VENUE Sýning á kvikmyndinni Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur. Einar Falur Ingólfsson stýrir umræðum.

    Ljóða-svarthol Tunglsins á Hótel Holti

    26. apríl, 2025
    17:00

    Ljóðalestur, gjörningar og óvænt atriði á Svartholi Tunglsins á barnum á Hótel Holti. Tunglið fagnar útkomu þriggja nýrra ljóðabóka í ritröðinni Svarthol. Höfundar þeirra – Dinçer Güçyeter, Wolfgang Schiffer og…

    Bókaballið

    26. apríl, 2025
    21:00

    Bókaballið er fyrir löngu orðið ómissandi hluti dagskrár Bókmenntahátíðar í Reykjavík, þar sem höfundar, þýðendur, lesendur og allir bókaormar skemmta sér saman. DJ Ívar Pétur leikur fyrir dansi og HKL-flokkurinn…

    Fjarstaddi höfundurinn: Dagskrá um Boualem Sansal

    27. apríl, 2025
    13:00

    Dagskrá í tilefni af aldarártíðar Thors Vilhjálmssonar (1925-2011). Í dagskránni verður fjallað um verk alsískra höfundarins Boualems Sansal sem sótti hátíðina heim árið 2023. Hann var handtekinn 16. nóvember í…

    Þýðendadagskrá

    27. apríl, 2025
    14:00

    Dagskrá með verðlaunahöfum Orðstírs, heiðursverðlauna þýðenda af íslensku á önnur mál, og íslenskum höfundum, s.s. Auði Övu Ólafsdóttur og Hallgrími Helgasyni. Léttar veitingar í dagskrárlok í boði Miðstöðvar íslenskra bókmennta….

    Útgáfuhóf og upplestur: Götuhorn – skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist

    27. apríl, 2025
    16:00

    Listasafn Íslands og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO í samstarfi við Bókmenntahátíð bjóða til upplesturs og útgáfuhófs bókarinnar Götuhorn – skáldtextar innblásnir af íslenskri myndlist þar sem fimmtán rithöfundum og ljóðskáldum var…