Skip to main content

Gyrðir Elíasson

Gyrðir Elíasson er höfundur fjölmargra skáldsagna, ljóðabóka, smásagnasafna og þýðinga. Gyrðir hefur í heildina skrifað á fjórða tug bóka. Hann hefur verið virkur í bókmenntalífinu frá árinu 1983 þegar hann gaf út sína fyrstu ljóðabók Svarthvít axlabönd og hefur markað djúp spor í landslag íslenskra bókmennta síðan þá. Gyrðir hefur í fjölda ára verið talinn einn af fremstu stílistum íslenskra bókmennta. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000 fyrir smásagnasafnið Gula húsið og hefur verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs þrisvar sinnum, 1991, 2002 og 2011 en það ár hlaut hann verðlaunin fyrir áttunda smásagnasafn sitt Milli trjánna.

Viðburður með Gyrði Elíassyni: