Skip to main content
19. apríl, 2023
19:30

Hér ræðir þýðandinn Larissa Kyzer við þrjá höfunda um að skrifa sögur sem valda lesandanum ónotum. Hvaða hlutverki gegnir óhugnaður í bókmenntum? Af hverju sækja lesendur í efni sem hræðir þá, eða skilur þá eftir með óræða hryllingstilfinningu? Mariana Enriquez, Örvar Smárason og Hildur Knútsdóttir hafa öll reynslu af því að skrifa um það sem flesta hryllir við. Hér ætla þau að kryfja ofangreindar spurningar, og fleiri, til mergjar.

Viðburðurinn fer fram á ensku.