Hin margverðlaunaða Mariana Enriquez er ein af mest spennandi röddunum í rómönsk-amerískum bókmenntum nú um stundir. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu, Bajar Es Lo Peor, sem unglingur og fylgdi henni eftir níu árum síðar með skáldsögunni Cómo Desaparecer og þar á eftir smásagnasafninu Los Peligros De Fumar En La Cama, sem hlaut tilnefningar til alþjóðlegu Booker verðlaunanna og Kirkus verðlaunanna. Verk hennar hafa verið birt í fjölmörgum safn- og tímaritum, The New Yorker, Freeman’s, McSweeney’s og Granta, svo fátt eitt sé nefnt. Safn hennar Alguien Camina Sobre Tu Tumba fjallar um kirkjugarða víðsvegar um heiminn. Hún sló í gegn með safninu Allt sem við misstum í eldinum, sem rauk upp metsölulista á Spáni og í Argentínu og var þýdd yfir á 30 tungumál, meðal annars á íslensku af Jóni Halli Stefánssyni. Bókin kom út hjá Angústúru árið 2022.
Viðburðir með Mariönu Enriquez: