Skip to main content

Hildur Knútsdóttir

Hildur Knútsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er með BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands. Hildur lærði spænsku á Spáni og Guatemala, þýsku í Þýskalandi og Mandarín í Taívan. Hildur hefur ferðast vítt og breitt um rómönsku Ameríku, Asíu og Evrópu. 

Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út árið 2011 og síðan þá hafa komið út ótal bækur eftir hana, nú síðast Urðarhvarf (2023). 

Verk Hildar hafa hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar, þeirra á meðal Fjöruverðlaunin, Íslensku bókmenntaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar og Verðlaun bóksala.

Viðburðir með Hildi Knútsdóttur: