Skip to main content
21. apríl, 2023
20:00

Af hverju viljum við lesa það sem lætur okkur líða illa? Hvaða hlutverki gegna óþægindi lesanda gagnvart skáldverki? Hér ræða þrír höfundar saman um það sem er illmeltanlegt og erfitt, en samt svo skemmtilegt. 

Rithöfundinn og tónlistarmanninn Braga Ólafsson þekkja flestir íslendingar, en Bragi er einkar lunkinn við að skapa persónum sínum undarlegar og óþægilegar aðstæður. Í verkum Alejandro Palomas má oft lesa um flókin samskipti innan fjölskyldna sem lesendur geta upplifað bæði sem óþægileg eða brosleg. Marina Enriquez er óhrædd við að fjalla um myrkustu afkima mannssálarinnar í verkum sínum sem geta þannig verkað á lesandann sem óþægileg og truflandi lesning en samtímis er hún svo góður sögumaður að lesendur geta ekki annað en heillast af verkum hennar. 

Umræðum stýrir Fríða Ísberg rithöfundur.

Viðburðurinn fer fram á ensku.