Skip to main content

Kirsten Hammann

Kirsten Hammann gaf út sína fyrstu skáldsögu, Vera Winkelvir, árið 1993. Árið 2004 var skáldsaga hennar Fra smørhullet tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en sú bók kom einnig út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar árið 2007 og ber titilinn Frá gósenlandinu.

Höfundurinn hefur síðan skrifað nokkrar gagnrýnar og margverðlaunaðar skáldsögur, nú síðast Georg-komplekset, sem er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í henni segir Hammann sögu höfundar sem leyfir afbrýðisemi að gegnumsýra sig þegar eiginkona hans fær stóran útgáfusamning. Afbrýðisemin yfirtekur allt í lífi höfundarins, hugsanir hans og gjörðir og fær hann til að spilla fyrir eiginkonu sinni, en afleiðingarnar eru í senn bráðfyndnar og skelfilegar.

Kirsten Hammann var gestur Bókenntahátíðar í Reykjavík árið 2007.

Viðburðir með Kirsten Hammann: