Skip to main content

Alejandro Palomas

Alejandro Palomas er með gráðu í textafræði frá háskólanum í Barcelona og meistaragráðu í ljóðlist frá New College of San Francisco. Hann hefur starfað fyrir ýmis dagblöð og útgáfur og þýtt höfunda á borð við Katherine Mansfield, Gertrude Stein, Willa Cather og Jack London á spænsku. Hann er handritshöfundur kvikmyndarinnar Ojos de Invierno sem er í framleiðsluferli hjá kvikmyndafyrirtækinu Filmax. Hann hlaut viðurkenningu sem upprennandi höfundur frá FNAC fyrir skáldsögu sína El tiempo del corazón. Fyrir skáldsöguna El secreto de los Hoffman, sem samnefnt leikrit var byggt á, hlaut Palomas tilnefningu til Ciudad de Torrevieja verðlaunanna. Nýjustu bækur hans, Móðir, Ást og Hundur hafa hlotið einróma lof og verið þýddar yfir á fjölmörg tungumál. Fyrir bókina Ást hlaut Palomas hin virtu Nadal bókmenntaverðlaun. Bækur Palomas hafa verið gefnar út á íslensku hjá Drápu í þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur og hafa notið gríðarlegrar hylli íslenskra lesenda.

Viðburðir með Alejandro Palomas: