Skip to main content
20. apríl, 2023
14:00

Hér ræða þrír norrænir höfundar um verk sín, sem öll tengjast norrænum veruleika á sinn hátt. Vigdis Hjorth hefur vakið mikla athygli fyrir skrif um fjölskyldu sína á undanförnum árum og hafa bækur hennar unnið til verðlauna og hlotið fádæma viðtökur, bæði í Noregi og annars staðar. Kim Leine hefur unnið hug og hjörtu lesenda með bókum sínum um Grænland en einnig í skrifum sínum um persónulegri málefni og hann gengur nærri sér í ýmsum skrifum sínum. Kirsten Hammann sækir nú Bókmenntahátíð heim í annað skiptið en hún er vinsæll danskur rithöfundur sem á 30 ára rithöfundarferli hefur gefið út fjölmörg verk. Hún hefur þrisvar sinnum verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í nýjustu bók hennar fjallar hún um  afbrýðisemi.

Jón Yngvi Jóhannsson lektor við Háskóla Íslands stýrir umræðum, sem fara fram á norsku og dönsku.