Skip to main content

Kim Leine

Höfundurinn Kim Leine er af dönskum og norskum ættum. Hann sendi frá sér sína fyrstu bók, sjálfsævisögulegu skáldsöguna Kalak, árið 2007. Í bókinni fjallar Leine meðal annars um fortíð sína og strangan uppvöxt í söfnuði Votta Jehóva, kynferðisofbeldi og líf sitt og störf sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi. Síðan þá hefur Kim gefið út meira en tíu bækur. Á meðal bóka hans er nýlenduþríleikurinn svokallaði, sem fjallar um nýlendustefnu Danmerkur í Grænlandi og hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi. Leine hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2013 fyrir skáldsöguna Spámennirnir í Botnleysufirði. Bækur hans hafa komið út í tuttugu löndum, meðal annars á íslensku hjá bókaútgáfunni Sæmundi í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar.

Viðburðir með Kim Leine: