20. apríl, 2023
15:00
Hér á sér stað stórviðburður í íslensku menningarlífi þegar ein sterkasta rödd íslenskra samtímabókmennta, Gyrðir Elíasson, stígur á svið í fyrsta sinn í lengri tíma og ræðir við Halldór Guðmundsson um verk sín og feril. Íslenskir bókaunnendur vita hve sjaldgæft er að fá tækifæri til að hlýða á Gyrði ræða listina og lesa upp skáldskap, og láta þennan viðburð því varla framhjá sér fara.
Samtalið fer fram á íslensku.