Skip to main content
21. apríl, 2023
21:00

Hér fjalla þrír höfundar um verk sín: Jenny Colgan heillar lesendur með leiftrandi frásagnargleði úr skosku hálöndunum. Sögur Bennýjar Sifjar um sterkar konur frá fyrri tíð láta engan ósnortinn og Pedro Gunnlaugur Garcia hefur með mikilli hugmyndaauðgi skapað heillandi sagnaheima sem höfða til breiðs hóps lesenda. Hver er galdurinn á bak við þessa leiftrandi frásagnargleði og hvað þarf til að „húkka“ lesandann eins og þessum höfundum tekst að gera?

Umræðum stýrir Björn Halldórsson rithöfundur.

Viðburðurinn fer fram á ensku.