Skip to main content

Pedro Gunnlaugur Garcia

Pedro Gunnlaugur Garcia Pedro hlaut árið 2017 Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir fyrstu skáldsögu sína, Málleysingjarnir (2019), sem hlaut einróma lof lesenda og gagnrýnenda. 

Pedro skaut þó almennilega upp á stjörnuhiminn bókmenntaheimsins með annarri skáldsögu sinni Lungu (2022), sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir. Í bókinni er sögð fjölskyldusaga sem nær yfir margar kynslóðir. Pedro nýtir sér töfraraunsæi í skrifum sínum á áhrifamikinn hátt og fléttar saumlaust við næmar lýsingar á þeim flækjum sem fyrirfinnast í mannlegum samskiptum og fjölbreyttum áskorunum nándar í samböndum. 

Í umsögn dómnefndar bókmenntaverðlaunanna segir: Töfrandi og vel fléttað verk sem teygir anga sína vítt og breitt í tíma; fullt af frásagnargleði og fjölskrúðugum persónum. Sagan rýnir í samfélagið á frumlegan hátt þar sem framvinda verksins og afdrif persóna kemur sífellt á óvart. Höfundur heldur vel á þræðinum í ættarsögu sem tekst á við mismunandi viðhorf kynslóða til lífsins og áskorana þess. Verk sem spyr áleitinna spurninga og dvelur lengi hjá lesandanum.

Viðburðir með Pedro Gunnlaug Garcia: