Skip to main content

Jenny Colgan

Jenny Colgan er höfundur fjölmargra metsölubóka og hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir skrif sín, þar á meðal Melissa Nathan verðlaunin fyrir rómantíska gamanmynd, verðlaun RNA fyrir rómantíska skáldsögu ársins og verðlaunin fyrir rómantíska gamansögu RNA. Bækur hennar hafa komið út á fimmtán tungumálum og selst í meira en átta milljónum eintaka um allan heim. Árið 2015 var Jenny Colgan tekin inn í Frægðarhöll ástarsögunnar. 

Á íslensku hafa komið út tólf bækur eftir Colgan í þremur bókaflokkum; um Litla Bakaríið við Strandgötu, um hina ímynduðu Mure-eyju og Sumareldhús Flóru, og að lokum flokknum um Litlu bókabúðirnar í skosku hálöndunum og Edinborg. Bækurnar hafa verið þýddar af Ingunni Snædal, Helgu Soffíu Einarsdóttur og Ernu Erlingsdóttur og eru gefnar út af forlaginu Angústúru. Jenny er gift, á þrjú börn og býr í Skotlandi.

Viðburðir með Jenny Colgan: