
Hér ræða Hannah Kent, Haukur Már Helgason og Kristín Svava Tómasdóttir um heimilda(skáld)skap, en öll eiga þau sameiginlegt að hafa skrifað bækur byggðar á raunverulegum sögum úr íslenskum veruleika með skáldlegu ívafi.
Hannah Kent er hvað þekktust fyrir sögulegu skáldsöguna Náðarstund, sem fjallar á dramatískan hátt um síðustu aftökuna á Íslandi. Haukur Már sendi nýlega frá sér skáldsöguna Tugthúsið, sem fjallar meðal annars um gamla fangelsið við Arnarhól. Kristín Svava er bæði sagnfræðingur og rithöfundur, en nýjasta bók hennar, Farsótt, fjallar á frjóan hátt um Farsóttarhúsið. Halla Oddný Magnúsdóttir stýrir umræðum.
Viðburðurinn fer fram á ensku.