Skip to main content

Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava Tómasdóttir er íslenskt ljóðskáld, rithöfundur og sagnfræðingur. Hún hefur verið virk í íslensku bókmenntalífi frá árinu 2007 þegar hún gaf út fyrstu ljóðabók sína, Blótgælur. Ljóð Kristínar Svövu hafa verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál, svo sem ensku, dönsku, þýsku, finnsku, pólsku, portúgölsku, ítölsku, spænsku og arabísku og birt í ýmsum tímaritum og safnritum. Kristín Svava hefur einnig starfað sem þýðandi og þýtt verk á spænsku, ensku og portúgölsku yfir á íslensku. Hún var einn af ritstjórum ljóðabálksins Meðgönguljóða sem gefinn er út af forlaginu Partusi. Kristín Svava hefur hlotið margvísleg bókmenntaverðlaun fyrir verk sín, svo sem Bóksalaverðlaunin 2007 fyrir besta ljóðasafnið fyrir Blótgælur, Fjöruverðlaunin fyrir Hetjusögur (2020) og Hagþenkisverðlaunin fyrir fræðiritið Stund klámsins árið 2018. Nýjasta bók hennar er Farsótt, sem kom út 2022. Fyrir Farsótt hlaut Kristín Svava tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 og vann Fjöruverðlaunin 2023 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.

Viðburðir með Kristínu Svövu Tómadóttur: