Boualem Sansal er rithöfundur, verkfræðingur og hagfræðingur og er fæddur í Alsír. Hann byrjaði að skrifa fimmtugur að aldri eftir að hann lét af störfum sem háttsettur embættismaður hjá alsírska ríkinu, innblásinn af pólitískri ólgu og uppgangi íslamskrar bókstafstrúar í heimalandi sínu. Sansal skrifar á frönsku og verk hans hafa unnið til helstu bókmenntaverðlauna í Frakklandi, þar á meðal Prix du Premier Roman sem hann hlaut árið 1999 fyrir frumraun sína Le serment des Barbares.
Fyrsta skáldsaga Boualem Sansal sem kom út á ensku, The German Mujahid (Europa, 2009), hlaut RTL lesendaverðlaunin í Frakklandi og var fyrsta skáldverk arabísks rithöfundar til að viðurkenna helförina á prenti. Bækur hans hafa verið kerfisbundið ritskoðaðar í Alsír vegna gagnrýni þeirra á stjórnvöld þar í landi. Árið 2012 hlaut Sansal hin virtu Prix du Roman Arabe bókmenntaverðlaun, og þýsku friðarverðlaunin árið 2011. Sjöunda skáldsaga hans, 2084: The End of the World, hlaut Gran Prix frönsku akademíunnar fyrir skáldskap.
Viðburðir með Boualem Sansal: