Skip to main content
20. apríl, 2023
21:00

Hvað er svona spennandi við leyndarmál og hver hefur réttinn til þess að segja frá?  Hér ræða þrír höfundar um það sem er erfitt að segja upphátt. Öll hafa þau skrifað um leyndarmál, hvort sem er í skáldskap eða sjálfsævisögulegum skrifum. 

Júlía Margrét Einarsdóttir er höfundur bókarinnar Guð leitar að Salóme, sem fjallar um líf litað af leyndarmálum. Alejandro Palomas er þekktur fyrir persónusköpun í skáldskap sínum, þar sem undið er ofan af leyndarmálum persóna á listilegan hátt. Nýjasta bók Palomas Esto no se Dice er sjálfsævisöguleg frásögn um kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar sem vakið hefur gífurlegt umtal í heimalandi hans. Vigdis Hjorth er í ár tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og er einnig á langlista Booker verðlaunanna. Áður var hún tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Arv og miljö (Arfur og umhverfi), sjálfsævisögulega frásögn af ofbeldi innan fjölskyldu hennar í æsku.

María Elísabet Bragadóttir rithöfundur stýrir umræðum.

Viðburðurinn fer fram á ensku.