Skip to main content
20. apríl, 2023
20:00

Hér ræða þrír höfundar um eftirlendur og nýlenduarfleifð vestursins, hver frá sínu einstaka sjónarhorni. Portúgalski rithöfundurinn Gonçalo Tavares, sem fæddur er í Angóla, fyrrum nýlendu heimalandsins  stígur á svið ásamt Boualem Sansal og Kim Leine. Bækur Sansals hafa verið bannaðar í heimalandi hans vegna sjónarmiða sem ekki þóknast stjórnvöldum þar í landi og danski höfundurinn Kim Leine er einna þekktastur fyrir Nýlenduþríleikinn, sem fjallar um samband Grænlands við Danmörku.

Umræðum stýrir Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi.

Viðburðurinn fer fram á ensku.