Skip to main content

Gonçalo M. Tavares

Gonçalo M. Tavares fæddist í Angóla árið 1970 og kennir þekkingarfræði við háskólann í Lissabon. Tavares hefur komið lesendum sínum á óvart með margvíslegum bókum sem hann hefur gefið út síðan 2001 og hefur unnið til  fjölmargra bókmenntaverðlauna á ekki lengri tíma. Árið 2005 hlaut hann José Saramago-verðlaunin fyrir unga rithöfunda fyrir bókina Jerusalém, sem  hlaut einnig Prêmio Portugal Telecom de Literatura em Língua Portuguesa árið  2007 og LER/Millenium verðlaunin. Skáldsaga hans Learning to Pray in the Age of Technology var valin besta erlenda bókin 2010 í Frakkland og var tlnefnd til Femina Étranger verðlauna og Médicis verðlauna og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar Grand Prix Littéraire du Web Cultura árið 2010. Árið 2011 hlaut Tavares bæði Grande Prêmio da Associação Portuguesa de Escritores og Prémio Literário Fernando Namora verðlaun. Auk þessa hefur hann hlotið fjölda tilnefninga, meðal annars til  Europese Literatuurprijs 2013, MPAC Dublin verðlaunanna 2013 og Prix Jean-Monnet de Littérature Européenne 2015.

Jerúsalem er væntanleg til útgáfu í íslenskri þýðingu Pedros Gunnlaugs Garcia. 

Viðburðir með Gonçalo M. Tavares: