Skip to main content

Margrét Lóa

Fyrsta bók Margrétar Lóu, ljóðabókin Glerúlfar, kom út árið 1985, en síðan þá hefur hún gefið út 10 ljóðabækur auk einnar skáldsögu. Margrét Lóa hefur fengist við kennslu í skapandi skrifum, þáttagerð, ritstjórn, myndlist, hönnun bókverka og ljóðaþýðingar. Auk þess hefur hún starfrækt listagalleríið Marló og forlag undir sama nafni. Margrét Lóa hlaut viðurkenningu frá Bókasafnssjóði fyrir ritstörf árið 2002 og frá Fjölíssjóði Rithöfundasambands Íslands árið 2005.

Margrét Lóa tekur þátt í Ljóðakvöldi Bókmenntahátíðar og í pallborðsumræðum sem kallast Ótrúlegt en satt.