Skip to main content

Egill Bjarnason

Egill Bjarnason er blaðamaður og höfundur bókarinnar How Iceland Changed the World: The Big History of a Small Island sem kom út hjá Penguin Books árið 2021. Egill fjallar um Ísland fyrir fréttastofu AP og skrifar reglulega fyrir The New York Times, Lonely Planet og Hakai Magazine. Áður en Egill fjallaði um Ísland á heimsvísu fjallaði hann um heiminn á íslenskum miðlum og birti þar greinar og myndir frá Afghanistan, Úganda, og Vestur-Afríku. Egill er með MA gráðu í fjölmiðlun frá University of California, Santa Cruz. Hann kennir nú við Háskóla Íslands. 

Egill tekur þátt í tveimur viðburðum: Umhverfi og samviska annars vegar og Sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum og annað sjónarhorn.