
Joachim Schmidt er upprunalega frá Grisons í Sviss, en hefur búið og starfað í Reykjavík frá árinu 2007. Hann er blaðamaður og höfundur þriggja skáldsagna og fjölmargra smásagna. Nýjasta bók Joachims Schmidt Kalmann kom út á þýsku árið 2020 og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Kalmann gerist á Raufarhöfn, en bókin er væntanleg í þýðingum á arabísku, ensku, frönsku, slóvakísku, spænsku og loks á íslensku í þýðingu Bjarna Jónssonar.
Joachim Schmidt tekur þátt í tveimur pallborðum: Umhverfi og samviska annars vegar og hins vegar samtali um Sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum og annað sjónarhorn.