Skip to main content

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Bergþóra Snæbjörnsdóttir sló í gegn með hinni umtöluðu skáldsögu Svínshöfuð árið 2019 og hlaut fyrir hana Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta. Svínshöfuð er kynslóðasaga og sögusviðið stórt hvort sem er í tíma, rúmi eða viðfangsefni. Bergþóru tekst að skrifa á sannfærandi hátt um lífið og sársaukann í Elliðaey jafnt sem Kína, á þessari öld og síðustu. Áður hafði Bergþóra vakið athygli fyrir ljóðabókina Flórída. Auk skrifa hefur hún komið að vinnu við kvikmyndahandrit, heimildarmyndagerð, bókaútgáfu og sinnt verkefnastjórnun á sviði lista og menningar auk þess að vera helmingur gjörningatvíeykisins Wunderkind Collective. 

Bergþóra tekur þátt í tveimur dagskrárliðum: Ljóðakvöldi og dagskrá um sögur af jaðrinum.