Skip to main content

Sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum og annað sjónarhorn  

Eftir september 5, 2021september 11th, 2021Dagskrá, Dagskrá-Forsíða

Laugardagur 11. september

Kl. 13:00

Norræna húsið

Bókmenntalandið Ísland er tekið til skoðunar og sá ríki þáttur sem bókmenntir eiga, eða áttu, í sjálfsmynd þjóðarinnar. Er þetta fegrun eða sjálfsblekking? Hvernig blasir þetta við höfundum sem koma annars staðar að og sem fást við Ísland og hvernig skynja þeir bókmenntalandslagið hér? Hér taka til máls Kristof Magnússon, Eliza Reid, Joachim Schmidt, Egill Bjarnason og Mao Alheimsdóttir. Halldór Guðmundsson stýrir umræðum.