Skip to main content

Þórarinn Eldjárn

Þórarinn Eldjárn er einn ástsælasti höfundur þjóðarinnar meðal barna og fullorðinna. Hann á langan og farsælan feril að baki, en fyrsta bók hans Kvæði kom út 1974 og skipta útgefnar bækur hans nú tugum. Þórarinn hefur gefið út verk í flestum greinum bókmennta: ljóðabækur, söngtexta, smásögur, skáldsögur, söguleg verk, leikrit og þýðingar. Þá hefur Þórarinn hlotið hinar ýmsu viðurkenningar fyrir ritstörf sín og var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2008.

Þórarinn Eldjárn tekur þátt í tveimur dagskrám: Hlutverk listar á okkar tímum og Húmor í skáldskap.