Skip to main content
10. september, 2021
20:00

Föstudagur 10. september

Kl. 20:00

Iðnó

Húmor birtist á ólíkan hátt í skáldskap. Hann getur verið myrkur, svartur, léttur, ískrandi og hrollvekjandi. María Elísabet Bragadóttir gaf í fyrra út smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi sem hlaut mjög góðar viðtökur og í sögunum má finna myrkan húmor. Þórarinn Eldjárn er þekktur fyrir fjölbreytta útgáfu ljóða, smásagna og skáldsagna en í mörgum verka hans er húmorinn allsráðandi. Joachim Schmidt er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í 14 ár og gefið út skáldsögur og smásögur. Nýjasta bók hans heitir Kalmann og er væntanleg í íslenskri þýðingu en í þeirri bók er óhætt að segja að húmorinn sé svartur. Umræðum stjórnar Kamilla Einarsdóttir.