Skip to main content

Sigrún Pálsdóttir

Sigrún Pálsdóttir er afar stórtækur penni. Söguáhugi Sigrúnar endurspeglast í skrifum hennar og skal engan undra. Sigrún lauk doktorsprófi í hugmyndasögu frá Oxford árið 2001 og stundaði að námi loknu kennslu og rannsóknir við Háskóla Íslands. Frá árinu 2007 hefur hún verið sjálfstætt starfandi rithöfundur og ritstjóri. Meðal annars var Sigrún ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags, frá 2009-2016. Hún er höfundur bókanna Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar, Sigrún og Friðgeir: ferðasaga, Kompa og Delluferðin. Verk hennar hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, meðal annars Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fyrr í ár hlaut Sigrún bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir Delluferðina.

Sigrún Pálsdóttir tekur þátt í pallborðsumræðum um Sagnfræði, sálfræði, Sci-fi.