María Elísabet Bragadóttir er með gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, hefur fengist við pistlaskrif fyrir Fréttablaðið, lesið sögur sínar á 101 radio og verið pistlahöfundur í Víðsjá. Fyrsta bók Maríu er smásagnasafnið Herbergi í öðrum heimi, sem kom út hjá Unu útgáfuhúsi árið 2020. Sú bók fékk fádæma góðar viðtökur hjá lesendum jafnt sem gagnrýnendum og varð María að þjóðþekktu nafni, nánast yfir nótt. María Elísabet vinnur nú í annarri bók sinni, skáldsögu í fullri lengd.