Skip to main content

Kristof Magnusson

Kristof Magnusson er þýsk-íslenskur rithöfundur og þýðandi sem búsettur er í Berlín. Hann er þekktur fyrir skáldsögur, leikrit, smásögur og greinar sínar. Fyrsta skáldsaga Kristofs Das war ich nicht var tilnefnd til Þýsku bókmenntaverðlaunanna og þýdd á fjölda tungumála, meðal annars frönsku, ítölsku, og víetnömsku. Íslenskun hennar, Það var ekki ég, kom út í þýðingu Bjarna Jónssonar. Eitt þekktasta verk Kristofs, leikritið Männerhort, hefur verið sett upp í yfir 100 útgáfum um gjörvalla Evrópu, meðal annars sem útvarpsleikrit á Rás 1, einnig í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Kvikmynd með sama titli sem byggð var á leikritinu kom út árið 2014. Nýjasta bók Kristofs er Ein Mann der Kunst.

Kristof tekur þátt í tveimur viðburðum; pallborði sem heitir Fáránleiki og veruleiki og öðru sem fjallar um sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum.