Skip to main content

Ewa Marcinek

Ewa Marcinek er pólskur rithöfundur sem hefur búið og starfað á Íslandi síðan 2013. Hún er einn af stofnhöfundum Ós Pressunnar, bókaforlags sem stofnað var til að gefa nýjum höfundum rými á íslenskum bókamarkaði og skapa inngildandi vettvang fyrir skapandi skrif. Ewa er meðstofnandi Reykjavík Ensemble, alþjóðlegs leikfélags, þar sem hún starfar einnig sem rithöfundur og verkefnastjóri. Hún hefur skrifað fyrir sýningar, leikrit og myndbandsverk félagsins sem og  íslensk tímarit, og sýnt á hátíðum og listasýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún er höfundur smásagnasafnsins Ísland pólerað og einn af ritstjórum safnritsins Skáldreki sem kemur út hjá Unu útgáfuhúsi vorið 2023.

Viðburðir með Ewu Marcinek: