Skip to main content
22. apríl, 2023
13:00

Hvað er það að tilheyra samfélagi? Hvað þýðir það þegar talað er um inngildingu? Hér ræða tveir höfundar um samfélagið sem þeir tilheyra og hvernig það blasir við þeim. 

Norski höfundurinn Jan Grue hefur skrifað um eigið líf og reynslu sína af því að lifa með fötlun í samfélagi þar sem ekki er gert ráð fyrir frávikum. Ewa Marcinek er pólskur höfundur sem búsett er á Íslandi. Hún hefur beitt sér fyrir inngildandi bókmenntasamfélagi hérlendis svo eftir hefur verið tekið.

Stjórnandi umræðu er York Underwood.

Viðburðurinn fer fram á ensku.