Colson Whitehead er á meðal rómuðustu rithöfunda samtímans. Hann hefur skrifað fjölda skáldsagna og hafa tvær þeirra komið út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar.
Neðanjarðarjárnbrautin segir frá grimmum örlögum þræla og fjallar um mikið örlagaskeið í sögu bandarísku þjóðarinnar. Bókin varð alþjóðleg metsölubók, náði fyrsta sæti á metsölulista The New York Times og er ein fárra bóka til að hljóta tvenn virtustu bókmenntaverðlaun Bandaríkjanna: Pulitzer verðlaunin og National Book Award. Bókin var auk þess valin á lista Guardian sem ein af 100 bestu bókum aldarinnar. Næsta bók, Nickel-strákarnir, hlaut einnig Pulitzer-verðlaunin. Bókin er byggð á sögu skóla sem var starfræktur í 111 ár og mótaði líf þúsunda barna. Í bókinni fylgjumst við með efnilegum þeldökkum pilti sem lendir í skólanum á sjöunda áratug síðustu aldar, háskalegri vist hans þar og vináttu hans við annan pilt í skólanum.
Colson Whitehead, tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, birtist á forsíðu Time Magazine og var á lista yfir 100 áhrifamestu einstaklinga tímaritsins.
Viðburðir með Colson Whitehead: