Åsne Seierstad er margverðlaunaður norskur blaðamaður og rithöfundur. Hún er þekktust fyrir frásagnir sínar af daglegu lífi á átakasvæðum. Meðal þekktustu verka hennar eru metsölubókin Bóksalinn í Kabúl, frásögn af dvöl hennar hjá afganskri fjölskyldu í Kabúl eftir fall Talíbana árið 2001 og Einn af okkur: Saga af samfélagi (2016). Báðar bækurnar hafa komið út hjá Máli og menningu, sú fyrri í þýðingu Ernu G. Árnadóttur og sú síðari í þýðingu Sveins H. Guðmarssononar. Netflix-myndin 22. júlí var byggð á Einn af okkur: Saga af samfélagi. Bóksalinn í Kabúl hlaut fyrstu verðlaun Richard & Judy Best Read of the Year Award árið 2004.
Sem blaðamaður færði Åsne fréttir frá Rússlandi og Kína fyrir Arbeiderbladet á árunum á árunum 1993 til 1997. Frá 1998 til 2000 starfaði hún hjá Norska ríkisútvarpinu (NRK) þar sem hún flutti fréttir frá Kosovo. Fyrsta bók hennar, Med ryggen mot verden: Portretter fra Serbia, er frásögn af þessum tíma.
Aðrar bækur hennar eru Hundre og én dag sem lýsir þeim þremur mánuðum sem hún dvaldi í Írak í aðdraganda innrásar undir forystu Bandaríkjanna árið 2003, De Krenkede, sem er lýsing á tíma hennar í Tsjetsjníu eftir stríðið og Afghanerne, sem kom út árið 2022.
Viðburðir með Åsne Seierstad: