Skip to main content

Kristín Eiríksdóttir

Fyrsta ljóðabók Kristínar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Áður höfðu ljóð hennar birst í tímaritum og dagblöðum og allt frá upphafi skipaði hún sér í hóp athyglisverðustu skálda af sinni kynslóð. Í kjölfar Kjötbæjarins fylgdu fleiri ljóðabækur en árið 2010 kom út fyrsta prósaverk hennar, smásagnasafnið Doris deyr, og tveimur árum síðar fyrsta skáldsagan, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Bækurnar hlutu einróma lof gagnrýnenda sem voru á einu máli um að Kristín hefði sterk tök á forminu og skapaði einstakt andrúmsloft í verkum sínum. Segja má að Kristín hafi slegið rækilega í gegn með annarri skáldsögu sinni sem kom út árið 2017 og ber titilinn Elín, ýmislegt, en fyrir hana hlaut hún bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin. Bókin var jafnframt tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nýjasta bók hennar, Tól (2022), sló strax í gegn og hlaut tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna. 

Viðburðir með Kristínu Eiríksdóttur: