Skip to main content
20. apríl, 2023
13:00

Åsne Seierstad er margverðlaunaður norskur blaðamaður og rithöfundur. Hún er þekktust fyrir frásagnir sínar af daglegu lífi á átakasvæðum. Meðal þekktustu verka hennar eru metsölubókin Bóksalinn í Kabúl, frásögn af dvöl hennar hjá afganskri fjölskyldu í Kabúl eftir fall Talíbana árið 2001, og Einn af okkur: Saga af samfélagi (2015), sem fjallar um Anders Breivik og árásina í Útey. Hér ræðir Åsne við Halldór Guðmundsson rithöfund um verk sín. 

Viðburðurinn fer fram á ensku.