Skip to main content
20. apríl, 2023
12:00

Í sjálfsævisögunni Frjáls: Æska í skugga járntjaldsins sem slegið hefur í gegn víða um heim, fjallar Lea Ypi um hinar mörgu þversagnir frelsis í vestrænum heimi. Hún byggir söguna á eigin uppvexti og æsku í Albaníu á tímum kommúnismans, segir frá falli einræðisríkisins og umbreytingu þess í kapítalískt samfélag, þegar ætla mætti að frelsi og lýðræði tækju að blómstra. Lea er starfandi stjórnmálafræðingur með einstaka og persónulega sýn á pólitískar sviptingar og frelsi. Hér er hún í samtali við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. 

Viðburðurinn fer fram á ensku.