Skip to main content
20. apríl, 2023
11:00

Dina Nayeri flúði heimaland sitt, Íran, ung að aldri með móður sinni og bróður. Hún hefur skrifað á áhrifamikinn hátt um uppeldi sitt, líf móður sinnar, flótta, bið og aðlögun. Hér ræðir Dina við Birtu Björnsdóttur fréttamann á RÚV um kvennabyltinguna í Íran sem átti sér stað í fyrra í kjölfar þess að ung kona lést í haldi lögreglunnar. Í kjölfarið brutust út miklar óeirðir og alda mótmæla reið yfir landið.

Viðburðurinn fer fram á ensku.