Skip to main content
10. september, 2021
21:00

Föstudagur 10. september

Kl. 21:00

Iðnó

Minni er erfitt viðfangs. Vísindin segja okkur að í hvert skipti sem við framköllum minningu breytum við henni örlítið, búum til nýja, og úr verði minning um minningu. Sannleikurinn er vandfundinn. Hann er til í minni þeirra sem að máli koma, eða sögubókum þeirra sem þær fá að skrifa. En hver er ábyrgð höfundar þegar minningar hans verða að höfundarverki? 

Halla Þórlaug Óskarsdóttir sló í gegn með ljóðsögu sinni, Þagnarbindindi, fyrstu persónu frásögn konu sem reynir að ná tökum á minningum um missi, ótta og þögnina. Nadja Spiegelman er höfundur bókarinnar I’m Supposed to Protect You From All This, sem fjallar um minningar og mæðgnatengsl. Bók Leilu Slimani, Í landi annarra, fjallar meðal annars um fjölskylduminningar sem lifa kynslóð til kynslóðar. Gunnþórunn Guðmundsdóttir stýrir umræðum.