Skip to main content

Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Halla Þórlaug hefur fjölbreyttan menntunar- og atvinnubakgrunn. Eftir að hafa lagt sig alla í stund á eðlisfræði á menntaskólaárunum snerist henni hugur og hóf listnám. Halla Þórlaug er með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, þar sem hún hefur verið þáttastjórnandi og sinnt menningarumfjöllun fyrir bæði Víðsjá og Tengivagninn ásamt því að hafa komið víðar við. Útgefin verk Höllu eru af ýmsum toga, leikrit, ljóð, smásögur og ein barnabók sem hún myndskreytti einnig. Fyrir ljóðsögu sína Þagnarbindindi hlaut Halla Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2020 og Maístjörnuna 2021. Sviðsverk Höllu Þórlaugar og Ásrúnar Magnúsdóttur Ertu hér? er á dagskrá Borgarleikhússins haustið 2021.

Að skrifa sig frá sorg og missi

Skeikulleiki minninganna