Skip to main content

Nadja Spiegelman

Eftir ágúst 23, 2021september 5th, 2021Gestir

Nadja Spiegelman er rithöfundur og ritstjóri. Hún var áður vefritstjóri The Paris Review og vinnur nú í undirbúningi nýs tímarits, Astra Quarterly, sem mun fjalla sérstaklega um alþjóðlegar bókmenntir. Spiegelman er höfundur myndskreyttra verka á borð við Lost in NYC, auk endurminningabókarinnar I’m supposed to protect you from All This, sem fjallar um formæður hennar og skeikulleika minnis. Nadja hefur einstaka sýn á bókmenntir sem reyna á mörkin milli skáldskapar og raunveruleika og hvernig minningar haldast ekki endilega í hendur við sannleikann. Nadja er dóttir rithöfundarins Art Spiegelman, og kemur sjálf fram sem persóna í verkum hans, meðal annars í seinni bindum þekktasta verks hans, Maus

Nadja Spiegelman tekur þátt í pallborði um skeikulleika minninganna.