Skip to main content
20. apríl, 2023
19:00

Hér stíga á svið þrjár alþjóðlegar stórstjörnur bókmenntaheimsins en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa skrifað um eigið líf á eftirminnilegan hátt. Dina Nayeri er einna þekktust fyrir bók sína Vanþakkláti flóttamaðurinn, ævisögu þar sem reynsla hennar af flótta frá Íran, biðinni og aðlögun að hinum vestræna heimi er í forgrunni. Jan Grue hefur sent frá sér tvær sjálfsævisögulegar skáldsögur, Ég lifi lífi sem líkist ykkar og Hvis jeg faller, en fyrir þá síðari hlaut hann P.O. Enquist verðlaunin. Lea Ypi er stjórnmálafræðingur og rithöfundur. Hún ólst upp í Albaníu og skrifar um fall kommúnismans frá persónulegu sjónarhorni í metsölubókinni Frjáls.

Umræðum stýrir Vera Knútsdóttir bókmenntafræðingur.

Viðburðurinn fer fram á ensku.