21. apríl, 2023
19:00
Hér stíga á svið þrír höfundar sem allir hafa skrifað um glæpi, þó á afar ólíkan hátt.
Eva Björg Ægisdóttir hefur á síðustu árum skotist hratt upp á stjörnuhiminn glæpasagna. Hannah Kent er þekktust fyrir bók sína Náðarstund, sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi. Alexander McCall Smith ættu allir glæpasagnaunnendur að þekkja, en bókaflokkar hans, meðal annars um Kvenspæjarastofu nr. 1, er löngu orðin nútímaklassík.
Maríanna Clara Lúthersdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum.
Viðburðurinn fer fram á ensku.