Skip to main content

Alexander McCall Smith

Alexander McCall Smith var prófessor í læknarétti við Edinborgarháskóla áður en hann helgaði líf sitt alfarið ritstörfum. Hann hefur skrifað eða verið meðhöfundur að yfir 100 bókum, meðal annars fræðiritum, smásagnasöfnum, sjálfstæðum skáldsögum og barnabókum. Bókaflokkar hans hafa verið þýddir á yfir 46 tungumál og hafa selst í meira en 30 milljónum eintaka um allan heim. Á meðal bóka hans eru bókaflokkurinn Kvenspæjarastofa númer eitt, Sunnudagsklúbbur heimspekinganna og Bláir skór og hamingja sem allar hafa verið þýddar af Helgu Soffíu Einarsdóttur fyrir Mál og menningu.

Árið 2007 var Alexander sleginn til riddara fyrir framlag sitt til bókmennta, og árið 2011 var hann heiðraður af forseta Botsvana fyrir þjónustu við landið með skrifum sínum. Árið 2017 hlaut hann verðlaunin New York, National Arts Club Annual Medal of Honor fyrir bókmenntir.

Alexander er meðstofnandi áhugamannahljómsveitar sem heitir „The Really Terrible Orchestra“ eða „Alveg-skelfilega-hljómsveitin“ þar sem hann leikur á fagott.

Viðburðir með Alexander McCall Smith: