
Fimmtudagur 9. september
Kl. 20:00
Iðnó
Stundum er raunveruleikinn skrítnari en ótrúlegasta skáldverk. Þarf skáldskapur þó alltaf að vera í einhverjum tengslum við raunveruleikann? Hversu langt má ganga í hreinum uppspuna? Er hann hreinlega til? Hér ræðir umræðustjórinn York Underwood við þrjá höfunda um sannleikann og lygina, skáldskapinn, veruleikann og gráu svæðin á milli. Viðmælendur eru sýrlenski höfundurinn Khaled Khalifa, ljóðskáldið Margrét Lóa og furðusagnahöfundurinn Alexander Dan.