Skip to main content
9. september, 2021
19:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 19:00

Iðnó

Hér verður fjallað um stríð og frið í skáldskap og fræðilegum skrifum. Höfundarnir Saša Stanišić og Barbara Demick hafa bæði skrifað um Sarajevo og Bosníu í sínum verkum. Stanišić flúði heimaland sitt fjórtán ára gamall og hefur síðan búið í Þýskalandi en hefur fjallað um Bosníustríðið í verkum sínum. Demick skrifaði sína fyrstu bók Logavina Street: Life and Death in a Sarajevo Neighborhood árið 1996 og fjallar þar um fjölskyldur af ýmsum trúarbrögðum sem bjuggu í sátt og samlyndi uns stríðið skall á. 

Barbara Demick og Saša Stanišić koma saman á Bókmenntahátíð í Reykjavík í umræðum um stríð og frið, lokuð samfélög, ofurvald og flótta undir stjórn Silju Báru Ómarsdóttur.