Skip to main content
9. september, 2021
21:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 21:00

Iðnó

Hér er rætt við þrjár skáldkonur sem allar hafa skrifað um ofbeldi og myrkraverk í bókum sínum en á ólíkum forsendum. Hvaðan kemur innblásturinn og hvar liggur samúðin í verkunum? Hvað er svona spennandi við myrkur? Helene Flood hefur sent frá sér sálfræðilegan spennutrylli þar sem morð kemur við sögu, Monika Fagerholm skrifaði um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess út frá geranda og Gerður Kristný gaf meðal annars út magnaðan ljóðabálk um þolanda ofbeldis. Ivan Wadeson frá bókmenntaborginni Manchester stýrir umræðum.