Skip to main content
10. september, 2021
11:00

Föstudagur 10. september

Kl. 11:00

Norræna húsið

 

Barbara Demick er margverðlaunaður bandarískur blaðamaður og rithöfundur sem er meðal annars þekkt fyrir greinar sínar um mannréttindamál og efnahags- og samfélagslegt umrót í Austur-Evrópu og Asíu. Demick hefur skrifað þrjár skáldsögur sem á einn eða annan hátt fást við hugmyndir um stríð og lokuð samfélög.

Fyrsta skáldsaga Demick, Logavina Street: Life and Death in a Sarajevo Neighborhood, kom út árið 1996 og fjallar um Bosníustríðið og hvernig það sundraði íbúum Logavinagötunnar í Sarajevo þar sem öldum saman höfðu búið í sátt fjölskyldur sem aðhylltust ólík trúarbrögð. Í annarri skáldsögu hennar, Engan þarf að öfunda: Daglegt líf í Norður-Kóreu (2009) fléttast saman sögur af örlögum sex flóttamanna frá Norður-Kóreu sem segja frá daglegu lífi og grimmilegu hlutskipti í þessu einangraðasta ríki veraldar. Sú bók vakti gríðarlega athygli og fór sigurför um heiminn.

Í nýjasta verki sínu, skáldsögunni Að borða Búdda: Líf og dauði í tíbetskum bæ (2020), varpar Barbara Demick ljósi á menningu sem hefur lengi verið rómantíseruð af Vesturlandabúum sem andleg og friðsamleg. Hún sýnir hvað það þýðir raunverulega að vera Tíbetbúi í nútímanum, reyna að varðveita menningu sína, trú og tungumál fyrir óstöðvandi ofurvaldi, gripdeildum þess og viðvarandi kúgun.